Kvæði um Eglu

Hérna fyrir neðan er moviemaker um kvæði sem ég og Alexandra Líf sömdum. Þetta var hópvinnuverkefni í Eglu þar sem hver hópur átti að velja þrjú verkefni af allskyns öðrum verkefnum. Ég var í hópi með Alexöndru Líf, Rebekku Ósk, Línhildi og Pithak. Við völdum að búa til leikföng, teikna og skrifa um knörr og svo að semja þessa fallegu rímu um Egil Skalla-GrímssonWink. Eftir að ríman var tilbúinn gerðum við moviemaker og sungum inná hann! Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og vonandi munu þið njóta velGrin

SKEMMTIÐ YKKUR VEL !!!!


Um dauðans óvissan tíma eftir Hallgrím Pétursson

Þessi movie maker byggist á ljóði sem er eftir Hallgrím Pétursson, en það heitir Um dauðans óvissan tíma. Hallgrímur samdi þetta ljóð í minningu Steinunnar sem var dóttir hans, er dó aðeins 4 ára gömulCrying. Ég var að vinna þetta verkefni í skólanum, en þá mátti ég velja á milli að gera movie maker um annað hvort nokkur erindi úr 1. Passíusálminum eða nokkur erindi úr Um dauðans óvissan tímaSmile. Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt verkefni!!!

SKEMMTU ÞÉR VELGrinLoL!!!! 


Evrópulandaglærur!

Undanfarnar vikur hef ég verið að vinna við að kynna mér 2 mjög ólík Evrópulönd sem mig langar að kynnast og þekkja betur, í landafræði. Þegar ég var búin að kynna mér löndin átti ég að útbúa powerpoint glærur um þau bæði.

Ég ákvað að byrja að gera um Ítalíu, af því að mig hefur dreymt um að fara þangað, en ég stefni að því í framtíðinniCool. Einnig finnst mér ítalskur matur æðislegur, og mér langaði bara að vita meira um þetta flotta landW00t.

Þegar ég var búin að klára alla vinnu mína við Ítalíu, hóf ég glærukynningu um Rúmeníu. Ég valdi Rúmeníu af því að kennararnir sýndu okkur glærukynningar um næstum öll lönd í Evrópu og þá sá ég að mig langaði að vita meira og betur um þetta skemmtilega land. Drakúla greifi var líka fæddur og uppalinn í Rúmeníu svo mér fannst það svolítið dularfullt og spennandi að vita meira um það Sideways. Í landinu eru margir kastalar og mér finnst þetta mjög fallegt landHeart.         

Hérna eru svo glærukynningarnar um löndin 2, Ítalíu og RúmeníuJoyful Það var mjög gaman að vinna þetta frábæra verkefni og vonandi hafið þið gaman af glærkynningunum mínum...Grin    

SKEMMTIÐI YKKUR VELSmile!!!       

 


Hallgrímur Pétursson

Á seinustu önn var ég að læra og vinna verkefni um Hallgrím Pétursson. Fyrst átti ég að afla mér upplýsinga um Hallgrím, en ég fann þær bæði á netinu og í blöðum sem kennarinn læt mig fá. Þegar ég var búinn að öðlast nægan fróðleik um hann, átti að gera glærukynningu um líf og störf þessa einstaka ljóðskálds, og vista hana inn á netið.Wink

Við vinnu mína á þessu verkefni lærði ég margt fróðlegt og skemmtilegt, eins og um ævi Hallgríms Péturssonar og hans frægu ljóð.Joyful Einnig lærði ég mikið á tölvuforritið Powerpoint, meðal annars að setja á það bæði hljóð og hreyfingu á texta. Það stóðu engir erfiðleikar á vegi mínum, en stundum var svolítið erfitt að finna viðeigandi myndir.Errm

Þegar glærukynningunni minni var lokið vistaði ég hana inn á netið á slideshare.net. Það gekk rosalega vel af því að ég fylgdi fyrirmælum sem mér voru gefin.Grin

Mér fannst mjög gaman og fræðandi að læra um Hallgrím Pétursson og vinna þetta verkefni. Ég vona að ykkur muni finnast þetta jafn skemmtilegt og mérLoL.

Góða skemmtunSmile!!!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband